Markmið og umsjón
Markmiðið með rannsókninni er að skoða
hvernig börn og unglingar nota tölvur/Netið á
Íslandi, hvaða hugsanleg áhrif slík notkun
hefur á nám og líf þeirra. Einnig er
markmiðið að framhaldsnemar sem í námi
eru fyrir frumkvöðla á sviði tölvu- og
upplýsingatækni, og taka þátt í
gagnasöfnun og -úrvinnslu rannsóknarinnar, fái
betri innsýn í áhrif miðla og netnotkunar
á börn og unglinga og rannsóknarreynslu sem gæti
nýst þeim í kennslu eða áframhaldandi
þróunar og/eða rannsóknarstörfum.Verkefnið
hlaut styrk sumarið 2001 úr UU-áætlun RANNÍS
og framhaldsstyrki árið 2002 og 2004.
Sjá verkefnisáætlunina og umsókn
til RANNÍS, .pdf
(279 kb) / .doc
(186 kb)
Stjórnandi verkefnisins er: Sólveig
Jakobdóttir dósent við KHÍ en einnig
hafa komið að verkefninu, Salvör
Gissurardóttir , lektor við KHÍ og
Sólrún
B. Kristinsdóttir forstöðumaður Símenntunarstofnunar
KHÍ. Framhaldsnemar á námsbraut í
tölvu- og upplýsingatækni söfnuðu gögnum
á vorönn 2001 og æfðu sig í gagnaúrvinnslu.
Oddný I.Yngvadóttir og
Eyjólfur Sturlaugsson
úr þeim hópi unnu áfram í rannsóknar
og þróunarvinnu í tengslum við verkefnið.
Á vorönn 2002 var aftur safnað gögnum og fjórir
framhaldsnemar unnu áfram við
verkefnið þær Elínborg
Sigurðardóttir, Hrund
Gautadóttir, Rún
Halldórsdóttir og Sigurbjörg
Jóhannesdóttir. Í þriðja sinn var safnað gögnum
vorið 2003 og í fjórða sinn vorið 2005. En í framhaldi af
þeirri gagnasöfnun hafa þær
Fjóla Þorvaldsdóttir,
Linda Ósk Sigurðardóttir
og Nanna Stefanía
Svansdóttir unni áfram að verkefninu.
|