Hvernig nota börn og unglingar í kringum okkur Netið?

Rannókn á vegum Sólveigar Jakobsdóttur gerð með þátttöku nemenda við KHÍ

Vor 2008

Nemendum sem eru að læra um eigindlegar rannsóknaraðferðir og/eða um nám og kennslu á Netinu er boðið að taka þátt í rannsókn um netnotkun íslenskra barna og unglinga sem styrkt var af RANNÍS (á árunum 2001-5). Þeir sem ekki vilja taka formlega þátt í rannsókninni geta gert sambærilegt verkefni en skila þá skýrslu til umsjónarmanns rannsóknar í stað þess að senda inn gögn á vef rannsóknarverkefnis.  Hér eru nánari upplýsingar annars vegar um hvernig staðið skal að gagnasöfnun og þátttöku í verkefninu og hins vegar hvernig verkefnisvinnan er metin til einkunnar.

Þátttaka í (rannsókn)/verkefni

Það sem þið gerið er eftirfarandi:

  1. Fá leyfi frá skólastjórnendum (ef athuganir/viðtöl) fara fram í skóla.
  2. Velja þátttakendur (eiga að vera börn eða unglingar (á aldrinum (4)/5-19 ára), eitt af hvoru kyni; reynið að hafa sambærilegan aldur - (í eldri innsendingum hefur verið tilhneiging til að fylgjast með yngri stelpum en eldri piltum).
  3. Bjóða þeim að taka þátt.
  4. Fá leyfi frá aðstandendum (ef um einstaklinga yngri en 18 er að ræða og þið eruð ekki sjálf aðstandendurnir).
  5. Fylgjast með þátttakendum nota Netið, skráið atferli á eyðublöðum (prentist út í tveimur eintökum).
  6. Taka viðtöl, skrá svör á sömu eyðublöðum.
  7. Sláið inn gögnin, kóðið þau og sendið inn á vefinn eða til kennara á WebCT
    (Eyðublað fyrir þá sem gera rannsóknina og senda gögn á Netið;
    Eyðublað fyrir þá sem vilja bara gera þetta sem æfingarverkefni - sent í WebCT
  8. Þeir sem taka þátt í rannsókninni, skoðið ykkar lýsingar í yfirliti á http://www.netnot.is/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/yfirlit.asp (eiga að koma fram efst) og takið niður þau númer sem þær hafa fengið sjálfkrafa í innsendingunni.  Sendið inn framkvæmdalýsingu í WebCT (sjá eyðublað sem hægt er að hlaða niður af http://www.netnot.is/leidbeiningar/skilaverkefninetnot.doc - sendið það inn á WebCT)
  9. Taka þátt í umræðum - (frjálst)

Athugið að þau sem taka ekki formlega þátt í rannsókninni og safna gögnum í heimahúsi þurfa ekki að fá skrifleg leyfi (sjá liði 1 og 4) þó sjálfsagt sé að biðja viðkomandi um leyfi. Gögn eru þá ekki send inn á vef heldur er skrifað skriflegri skýrslu með helstu niðurstöðum sem skil í WebCT.

Hér kemur nánari lýsing á hverjum þætti fyrir sig:

1.  Fá leyfi frá skólastjórnendum

Ræðið við skólastjórnandann um rannsóknina (ef þið eruð ekki hann/hún) og afhendið t.d. bréf með upplýsingum - sjá meðfylgjandi uppkast - ath. í því þarf að setja inn viðeigandi dagsetningu, nafn skóla og ykkar nafn - þið getið líka endurbætt það að einhverju leyti ef þið viljið. - Bréf í Word - Bréf í htm

2.  Val á þátttakendum

Ef þið hafið aðgang að hóp(um) t.d. sem þið eruð að kenna veljið þá tilviljunarkennt úr tvo af hverju kyni til að fylgjast með eða alls fjóra.  Þið gætuð gert það á einhvern gamlan og góðan máta s.s. með númerum/nöfnum í húfu  en þið gætuð líka tekið upplýsingatæknina í ykkar þjónustu og notað eftirfarandi formúlu í Excel  =ROUND(RAND();10) þar sem 10 stæði fyrir fjöldi marktækra stafa.  Segjum sem svo að ég ætlaði að gera þessa rannsókn sjálf og biðja 1 konu og 1 karl af ákveðnu námskeiði hjá mér að taka þátt.  Excel skjalið gæti þá litið einhvern veginn út með eftirfarandi hætti.

Ef togað er í litla svarta ferninginn neðst til hægri á boxinu kringum tilviljunarkenndu töluna og togað niður á við eftir C-dálkinum er auðveldlega hægt að setja sömu formúluna inn fyrir allan listann.  Þá er svo hægt að velja báða/alla dálkana og raða (Data - sort) eftir tilviljunarkenndu tölunni og velja svo efstu konuna og efsta karlinn  Í mínu tilviki fengi ég eftirfarandi mynd (athugið að tilviljunarkenndu tölurnar hafa þá breyst aftur í nýjar tilviljunarkenndar tölur en þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því)

Þ.e. niðurstaðan væri ef bjóða ætti tilviljunarkennt einni konu og einum karli að Kristrúnu og Ívari yrði fyrst boðin þátttaka.  Ef annað þeirra eða bæði segðu nei takk gengi ég bara á röðina og byði Kristínu og/eða Einari næst þátttöku.

Ef þið bjóðið eigin börnum eða kunningjum þátttöku þá er um hentugleikaúrtak að ræða. Reynið að hafa eitt af hvoru kyni og á svipuðum aldri.

3.  Bjóða viðkomandi að taka þátt

Hugsið málið hvernig best væri að fara að þessu - fer kannski eftir aldri barnsins/unglingsins.  Kannski væri best að kalla þau saman sem hefðu verið valin og segja þeim að þau hafi verið valin af handahófi úr hópnum og þú sért að taka þátt í rannsókn þar sem verið er að skoða hvernig börn og unglingar nota tölvur og Netið heima og í skóla.  Síðan að spyrja hvort þeim væri sama hvort fylgst væri með þeim í smátíma einhvern tímann í skólanum og svo spjallað við þau í 10-15 mínútur.  Munið að segja þeim líka að ef þeim líkaði ekki seinna að taka þátt í rannsókninni mættu þau draga sig til baka hvenær sem væri.

4.  Fá leyfi frá aðstandendum

Ef þau samþykkja að taka þátt í þessu væri sent heim bréf til foreldra - sjá uppkast hér og reynt að fá undirskriftir frá viðkomandi (kannski þarf að hringja heim til að fylgja því eftir).  Sjá uppkast að bréfi til foreldra hér í Word - í vefsíðuformi.

5.-6.  Fylgjast með þátttakendum nota Netið, skrá atferli á eyðublöðum - Taka viðtöl, skrá svör á eyðublöðum

Prentið út tvö eintök að eyðublaðinu sem hér er vísað í - http://netnot.is/leidbeiningar/gagnasofnunprent.doc og notið þau í gagnasöfnuninni.  Áður en gagnasöfnun hefst spyrjið þið viðkomandi hvort hreinsa megi út ferliskrá (History) fyrir notkun og skoða hana og skrá niður hvað vefir voru heimsóttir eftir notkun ef nota á vefinn.  Í Internet Explorer er það gert með því að velja Tools-Internet Options og Delete browsing history en í Firefox er valið Tools- Clear Private data (eða Tools Options smella á Privacy flipann og smella á Clear now í flokknum private data). Ef leyfi fæst ekki, reynið að vera nákvæm að skrá niður vefi/síður á meðan á athugun stendur.  Á meðan á gagnasöfnun stendur takið ykkur stöðu fyrir aftan einstaklinginn og skráið eins hratt og þið getið allt sem fram fer.  Stellingar og hreyfingar handa/höfuðs eða annarra líkamsparta,  svipbrigði,  tal/hljóð sem einstaklingur gefur frá sér, samskipti við viðstadda ef einhver eru, samskipti við forrit, hvað sést á skjánum (gott ef næst að skrifa nokkurn veginn niður hvaða vefsíður verið er að skoða) o.s.frv.  Takið svo smáviðtal við einstaklinginn.  Nemendur frá 2002 hafa gert leiðbeiningasíðu með myndefni sem lýsir gagnasöfnunni, sjá http://www.netnot.is (undir Leiðbeiningar).  Þegar þið takið viðtöl reynið þá að ná niður orðrétt því sem viðmælendur segja - ekki leggja þeim orð í munn.  Eftir athugun og viðtal skráið þið niður vefi sem heimsóttir hafa verið í ferilskrá ef nemandi notaði vefskoðara og hefur gefið leyfi fyrir því.  Í Internet Explorer er smellt á History og Today (eða valið View - Explorer bar - history). Í Firefox er hægt að sjá yfirlit í History (þar hægt að velja View in Sidebar). Munið að hreinsa út aftur fyrir næsta notanda ef um sömu tölvu er að ræða.

7.  Sláið inn og kóðið svo gögn og sendið inn á vef eða til kennara á WebCT

Þeir sem taka formlega þátt í rannsókn og senda gögn inn á vefinn:

Farið inn á http://www.netnot.is/leidbeiningar/eydublad_kodun_a_vef/kodun.asp til að slá inn lýsingar og kóðanir á samsvarandi eyðublað (ein innsending fyrir hverja athugun og viðtal).  Lágmark þarf að senda inn tvær lýsingar/viðtöl:  helst bæði úr skólanum eða bæði úr heimaumhverfi (1 stelpa, 1 strákur á svipuðum aldri).  Athugið að ef nöfn eru notuð í tali sem þið hafið tekið niður, breytið þeim þá í dulnefni áður en þið sendið gögnin inn á vefinn; einnig ef nöfn skóla koma fram (hægt að segja skóli X).

Þeir sem taka ekki þátt í rannsókn fara inn á http://www.netnot.is/leidbeiningar/skilaverkefni.doc , vista skjalið, slá inn gögn og upplýsingar, kóða lýsingar og senda sem skilaverkefni á WebCT.

8. Þeir sem taka þátt í rannsókn: skráið númer og sendið framkvæmdalýsingu

Skráið númer lýsinga ykkar og sendið inn framkvæmdalýsingu. Skoðið hvort ykkar eigin gögn eru komin í yfirlit. Farið efst í yfirlit yfir innsend gögn á http://www.netnot.is/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/yfirlit.asp og takið niður númer þeirra sendinga sem þið hafið sent inn (fremsti dálkur). 

Farið á http://www.netnot.is/leidbeiningar/skilaverkefninetnot.doc og vistið eyðublaðið á ykkar tölvu fyrir framkvæmdalýsingu. Fyllið inn, bætið í og breytið. Skilið eyðublaðinu útfylltu að lokum inn í WebCT (skilaverkefni, verður sett upp) sem staðfestingu á þátttöku ykkar í verkefninu. 

Athugasemd. Þessum skýrslueyðublöðum var breytt aðeins 10.mars, vonandi kemur það ekki að sök fyrir ykkur, þar sem fáir eða engir ættu að hafa verið farnir að vinna skýrslur á þeim tíma.

9. Frjálst en mælt með: Skoðið lýsingar frá öðrum og þið megið gjarnan senda hugleiðingu á umræður á  WebCT um verkefnið.

Spáið þá í gögnin sem komu inn. Hvaða spurningar vakna hjá ykkur?  Er eitthvað  notkunarmynstur sem virðist áberandi t.d. eftir kyni, aldri, staðsetningu, forriti....? Eru vísbendingar um niðurstöður sem hafa hugsanlega áhrif á netnotkun í skólastarfi?

 

Mat á þátttöku (ath. smábreytt 9.3.)

Rannsóknarverkefni gefur allt að 10 stig - sem skiptast og eru metin á eftirfarandi hátt:

Innsend gögn á vef (eða sambærilegar upplýsingar í skýrslu til kennara ef þátttakendi tekur ekki formlega þátt í rannsókninni) Hvert atriði á eftirfarandi lista gefur eitt stig (margfaldað með fjölda innsendra gagna - eða 8 stig allt í allt ef gert er ráð fyrir tveimur lýsingum.

Skýrslu skilað í WebCT - allt að 2 stig

.