Netnot

NETNOT er rannsókn á Netnotkun barna og unglinga á Íslandi. Stjórnandi rannsóknarinnar er Sólveig Jakobsdóttir dósent við Kennaraháskóla Íslands. Rannsóknin er nokkurs konar "dreifrannsókn" þar sem framhaldsnemar á Tölvu og upplýsingatæknibraut við KHÍ (fjarnemar dreifðir um allt land) taka þátt í að safna eigindlegum gögnum og vinna úr þeim.

QuickTime myndbrot - sýnishorn af því hvernig rannsóknin fer fram
120*90
12,2 MB
160*200
20,2 MB
240*160
37,4 MB
320*240
43,2 MB

Framkvæmd rannsóknar

Þátttakendur úr skóla eru valdir tilviljunarkennt t.d. úr bekk(jum) sem viðkomandi framhaldsnemi kennir og síðan boðið að taka þátt. Þátttakendur heima eru yfirleitt börn viðkomandi nema, vinir þeirra eða börn kunningja. Fylgst er með netnotendum í 10 - 15 mínútur og síðan er tekið stutt viðtal við þá.

Rannsakandi stendur/situr fyrir aftan einstaklinginn sem hann fylgist meš og skrįir nišur eins hratt og hęgt er allt sem fram fer į mešan netnotkun stendur (į eyšublaš sem hęgt er aš nįlgast hér į vefnum (undir leišbeiningar). Þeir þættir sem fylgst er með eru svipbrigði, hreyfingar, samskipti, hljóð eða tal, geðbrigði, hvaða efni og/eða hugbúnað verið er að nota. Að lokum er tekið viðtal þar þátttakendur lýsa tölvu- og netnotkun heima og í skólanum og gefa til kynna hversu miklum tíma á viku þátttakandinn notar tölvur og Netið.

Úrvinnsla
Gögnin eru kóšuš og send inn į įkvešnu eyšublaši į Netinu, sjį hér į vefnum undir leišbeiningar ásamt atferlislýsingu og viðtölum. Einnig er gefið upp kyn, aldur, staðsetning (heima, í skóla, annars staðar), forritaflokkar, aðstæður og hvort aðrir voru viðstaddir. Lýsingin er síðan sett inn. Að lokum lýsingin kóðuð m.t.t. einbeitingar, samskipta, fyrri reynslu, viðhorfa og flökti á milli síða og/eða forrita.

Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna á žessum vef http://www.netnot.is