Netnotkun íslenskra barna og unglinga

Kynning á rannsókn

 

 

Netnotkun íslenskra barna og unglinga

og rannsóknaræfing fyrir grunnnema á námskeiðinu Upplýsingatækni og skólastarf í KHÍ

Okt. 2001Sólveig Jakobsdóttir, dósent KHÍ

Í fyrri hluta tímans verður kynning á rannsóknarverkefni sem framhaldsnemar í tölvu- og upplýsingatækni við KHÍ hafa tekið þátt í.  Fjallað verður um verkefnið sjálft og fyrstu niðurstöður úr því (sjá http://soljak.khi.is/netnot/netnotmalthing01 og kynntur vefur verkefnisins á http://soljak.khi.is/netnot).

Í síðari hluta tímans fá grunnnemar tækifæri til að æfa sig á að nota svipaðar gagnasöfnunaraðferðir og notaðar eru í verkefninu.  Vinnið í pörum.  Nemandi 1 situr við tölvuna og fer inn á vefinn http://soljak.khi.is/netnot og skoðar hann að vild í smátíma (5-15 mín.).  Nemandi 2 tekur sér stöðu skáhallt fyrir aftan með gagnasöfnunareyðublað (verður afhent í tíma) og skráir eins hratt og hægt er allt sem notandinn gerir, hreyfingar, svipbrigði, hljóð, samskipti við aðra og forritið í um 5-15 mín.), notið bakhlið blaðsins líka ef með þarf.  Setjist svo saman niður og fyllið út eyðublaðið.  Nemandi 1 tekur smáviðtal við nemanda 2.  Skiptið um hlutverk og endurtakið leikinn.  Ef tími vinnst til getið þið prófað að kóða niðurstöður (sjá upplýsingar um hvernig farið er að því á vefnum http://soljak.khi.is/netnot ) m.t.t. einbeittni/athygli, samskipta, reynslu, viðhorfa og  náms.  Mjög gott væri að fá þessi gagnasöfnunarblöð í pósthólf Sólveigar Jakobsdóttur, Stakkahlíð ekki síðar en 9.nóvember .  Við sem stöndum að verkefninu gætum hugsanlega nýtt niðurstöður í þróun vefsins.

Framhaldsverkefni.  Sendið inn á umræðuvef  námskeiðsins (webboard-vef, sjá nánari upplýsingar hjá Salvöru) a.m.k. eina hugleiðingu, spurningu eða ábendingu sem vaknar hjá ykkur t.d. í tenglsum við:

  • niðurstöður úr rannsóknarverkefninu

  • þátttöku ykkar í rannsóknaræfingunni eða

  • þróun/hönnun vefsins

 

 

Heim

   

  Febrúar 2002  Sólveig Jakopsdóttir