Kynning á rannsókn um Netnotkun íslenskra barna og
unglinga
sjá http://soljak.khi.is/netnot
og rannsóknaræfing fyrir
framhaldsnema á námskeiðinu
Nám og kennsla á Netinu í KHÍ
Janúar 2005
Sólveig Jakobsdóttir, dósent KHÍ
Um er að ræða rannsóknarverkefni sem framhaldsnemar í tölvu- og upplýsingatækni við KHÍ hafa tekið þátt í námsþætti um nýtingu Nets í skólastarfi á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu. Hópnum sem nú er skráður á námskeiðið er einnig boðin þátttaka í verkefninu á vorönn 2005. Rannsóknin hefur tvíþætt markmið: Að skoða hvernig börn og unglingar á Íslandi nota Netið og að gefa framhaldsnemum rannsóknareynslu.
Framvinda verkefnisins hefur verið eftirfarandi 2001-2003:
Verk | 2001 | 2002 | 2003 | ||||||
Vor | S | H | V | S | H | V | S | H | |
Undirbúningur lestur, söfnun heimilda kynningarstarf |
x | x | x | ||||||
Kennsla og gagnasöfnun, frumkóðun gagna |
NKN1: 58 ath. |
NKN2: 102 ath. |
NKN3: ? |
||||||
Gagnagreining Heimildaleit Hönnun kynningarvefs og gagnagrunns |
x | x | x | x | x | x | |||
Skýrslu- og
greinaskrif Kynningarstarf |
RKHÍ | UT | RKÍ | UT | NECC, USA BERA, Skotland |
Luleaa, Svíþjóð Skýrsla |
Framvinda verkefnisins 2004-2005
Verk |
2004 |
2005 |
||
|
Vor-Haust |
Vor |
Sumar |
Haust |
Undirbúningur
lestur,söfnun heimilda |
x |
x |
|
|
Kennsla og gagnasöfnun (og frumkóðun gagna) |
|
|
|
|
Gagnagreining, heimildaleit, hönnun vefs |
|
|
x |
x |
Skýrslu- og greinaskrif og kynningarstarf |
|
x |
Helstu breytingar frá fyrri
áætlunum eru þær að gert er ráð fyrir ítarlegri viðtölum (meiri gagnaöflun) og
aukinni og endurbættri gagnagreininugu. Minni áhersla verður á vefhönnun þar
sem vefurinn er kominn í mun betra horf en áður. Gert er ráð fyrir að sett
verði upp lénið
http://www.netnot.is og verkefnisvefurinn fluttur þangað (af
http://soljak.khi.is/netnot).
Þátttaka í rannsókn
Ef þið ákveðið að taka þátt í rannsókninni er ferlið (nokkurn veginn) eftirfarandi:
Þeir sem ekki vilja taka þátt í verkefninu gera sambærilegt verkefni en setja niðurstöður upp í skýrslu sem aðeins er send kennara (ekki á gagnagrunnstengdan vef) og þarf þá hugsanlega ekki að fá sérstakt leyfi hjá þeim sem fylgst er með, aðstandendum eða skólastjórnendum..
Æfing í kóðun eigindlegra gagna (sjá skref 7)
Mest flækist yfirleitt fyrir nemendum að kóða gögnin (yfirleitt frumúrvinnsla eigindlegra gagna) og því fáið þið fyrst smáæfingu í því. Sjá meðfylgjandi lýsingar sem er nú í grunninum og yfirlit yfir kóða. Reynið að kóða lýsingar fyrst opið og svo með lokuðu kóðana.
Æfing í gagnasöfnun (sjá skref 5)
Vinnið í pörum. Nemandi 1 situr við tölvuna og fer inn á vefinn http://soljak.khi.is/netnot og skoðar hann að vild í smátíma (5-10 mín.), getur skrifað hjá sér athugasemdir og spurningar varðandi verkefnið. Nemandi 2 tekur sér stöðu skáhallt fyrir aftan með gagnasöfnunareyðublað (verður afhent í tíma) og skráir eins hratt og hægt er allt sem notandinn gerir:
- hreyfingar (þar með talið fingrasetning), svipbrigði, hljóð, samskipti við aðra og forritið (hvað er að gerast á skjá) í um 5-10 mín.
Notið bakhlið blaðsins líka ef með þarf. Setjist svo saman niður og fyllið út eyðublaðið. Nemandi 1 tekur smáviðtal við nemanda 2. Skiptið um hlutverk og endurtakið leikinn.
Fyrirspurnir og umræða
Athugið að
leiðbeiningar og aðferðir geta breyst lítillega fyrir NKN05 hópinn.
Líklega verður ekki farið af stað fyrr en í apríl.
.