Lsing send inn: 8.4.2008 13:59:38
Nr. lsingar:
 546, Tmi sem athugun nr yfir:  22 mn.
Kyn: Kvk., aldur: 12  (Aldursbil: 3. 10-12)

Staur: Heimili  Staur ef annar en heimili:  
Vistaddir: Móðir stúlkunnar var viðstödd hluta af athugunartímanum.
Astur: Framkvæmdin átti sér stað á heimili stúlkunnar, sem gefur örugglega skýra mynd af almennri tölvunotkun hennar, því þar var hún í sínu vanalega umhverfi og með sinn eigin búnað. Engu að síður hafði ég á tilfinningunni að það truflaði hana töluvert að vita af mér. Vinnustellingarnar voru ekki eins og best verður á kosið, kraup á eldhússtól og tölvan langt frá því að vera í réttri hæð.

Forritaflokkur: N-samsk Forrit: firefox, word, Fjldi forrita: 2
Fjldi vefja:1  Fjldi vefsna:1
Vefir:
http://www.matartorg.is/

Lsing Kar - sj lsingar hr
 Ég hef ákveðið að kalla stúlkuna Kristínu. Áður en athugunin var framkvæmd ræddi ég við Kristínu og foreldra hennar um hvers eðlis þessi athugun væri og fékk þeirra samþykki. Framkvæmdin átti sér stað á heimili stúlkunnar, sem gefur örugglega skýra mynd af almennri tölvunotkun hennar, því þar var hún í sínu vanalega umhverfi og með sinn eigin búnað. Þegar ég mætti á staðinn var Kristín í tölvunni. Hún kraup á stól í eldhúsinu og vann við fartölvu. Hún leit upp þegar ég gekk inn í eldhúsið og sagði „Hæ, ertu komin til að sjá hvað ég er að gera“? Ég jánkaði því og fékk mér sæti við hlið hennar. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu fljót stelpan var að skrifa á lyklaborðið, þrátt fyrir að hafa ekki alveg rétta fingrasetningu. Hún var inn á msn og greinilega að tala við mjög marga í einu. Hún skaut stanslaust upp nýjum glugga og svaraði án umhugsunar. Í hvert skipti sem hún sendi svörin ýtti hún áberandi fast á enter hnappinn með litla fingri. Hún hafði greinilega ánægju af þessum samskiptum, því hún var afar glaðleg að sjá og skellti uppúr annað slagið. Eftir dálitla stund fór hún inn á netið í gegnum firefox. Þar sló hún inn slóðina http://www.matartorg.is/ , vefur til að halda utan um mötuneyti skóla. Kristín vissi greinilega hvað hún var að gera því hún sló bæði inn slóð og aðrar skipanir á síðunni hratt og örugglega. Á síðunni vafraði hún í smástund og skoðaði matseðil mánaðarins gaumgæfilega og sönglaði á meðan. Hún var samt sem áður ekki hætt að vera í samskiptum við vinina því í hvert skipti sem heyrðist merki um að hún hefði fengið sendingu á msn, svaraði hún því um hæl. Kristín virtist því geta gert margt í einu, því hún var líka að spjalla við mömmu sína sem var komin í eldhúsið að útbúa kvöldverðinn en missti samt sem áður ekki einbeitinguna á því sem hún var að gera. Stelpan var augljóslega vön tölvu því áður en ég vissi af var hún komin inn á eitthvað annað. Ég spurði hana því hvert hún væri komin. Hún sagðist vera á public pictures hún þyrfti aðeins að skoða þar. Stúlkan skoðaði sig um af miklum áhuga og horfði rannsakandi augum á skjáinn. Hún settist niður á stólinn og hóf að spjalla við sjálfa sig til að byrja með, en síðan fór hún að spjalla við mig og sýna mér það sem hún var að gera. Hún stoppaði ekkert ógurlega lengi þarna. Fór á upphafssíðuna eða desktopið eins og hún orðaði það. Þar notaði hún músina til að fara inn í microsoft word. Sagðist vilja sýna mér hvað væri hægt að gera mikið í word 2007. Ég stóð aðeins upp til þess að athuga hvort Kristín hætti ekki að láta mig hafa áhrif á það sem hún var að gera. Ég gaf mig því á tal við móður hennar og fylgdist með úr aðeins meiri fjarlægð. Ég tók strax eftir því að hún gleymdi sér um leið og hætti að spá í mig. Hún prófaði sig skemmtilega áfram í því að breyta texta sem hún hafði skrifað í word skjal. Stelpan var lipur við að framkalla allskyns skipanir. Kristínu þótti þetta, að mér virtist, skemmtilegt og var farin að tala við sjálfa sig og hugsa upphátt. Opinn ki:  
Einbeiting: 2
Samskipti: 4
Netsamskipti: 8
Reynsla: +
Vihorf: +
Nm-ekk: Þekking
Nm-frni: Færni
Nm-vihorf:  
Nm-anna: Annað

tskringar opinni kun:
 
tskringar kun fyrir einbeitni:
Kristín virtist því geta gert margt í einu, því hún var líka að spjalla við mömmu sína sem var komin í eldhúsið að útbúa kvöldverðinn en missti samt sem áður ekki einbeitinguna á því sem hún var að gera nema að örlitlu leiti.
tskringar kun fyrir samskiptum:
Kristín virtist því geta gert margt í einu því hún var líka að spjalla við mömmu sína sem var komin í eldhúsið að útbúa kvöldverðinn og missti ekki einbeitinguna á því sem hún var að gera. Einnig hafði hún töluverð og markviss samskipti við athugandann sem hún lét að einhverju leiti trufla sig.
tskringar kun fyrir netsamskiptum:
Hún var inn á msn og greinilega að tala við mjög marga í einu. Hún skaut stanslaust upp nýjum glugga og svaraði án umhugsunar.
tskringar kun fyrir reynslu:
Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu fljót stelpan var að skrifa á lyklaborðið, þrátt fyrir að hafa ekki alveg rétta fingrasetningu. Kristín vissi greinilega hvað hún var að gera því hún sló bæði inn slóð og aðrar skipanir á síðunni hratt og örugglega.
tskringar kun fyrir vihorfum: 
Hún hafði greinilega ánægju af þessum samskiptum, því hún var afar glaðleg að sjá og skellti uppúr annað slagið. Kristínu þótti þetta, að mér virtist, skemmtilegt og var farin að tala við sjálfa sig og hugsa upphátt.
tskringar kun fyrir nmi - ekking s a aukast:
 Hún var að auka þekkingu sína á word 2007
tskringar kun fyrir nmi - frni s a aukast:
Hún var í miklu netsambandi sem etv eykur netsamskiptafærni hennar, en ekki almenna færni í samskiptum.
tskringar kun fyrir nmi - vihorf su a breytast:
 
tskringar kun fyrir nmi - af rum toga:
 Hún var greinilega að læra á matartorgið og tók tíma til að átta sig á hlutunum þar.

Aferir sem vikomandi beitti til a nlgast upplsingar/lra/vera ls umhverfi ef hann var vefnum?

J (=1) Afer
1 Slr inn slir (skv. minni) me rangri.
  Slr inn slir (skv. minni) n rangurs (kemst ekki ann sta sem tla var og/ea fr villumeldingar).
  Notar leitarvlar me "gum"/okkalegum rangri (a eigin mati).
  Notar leitarvlar me "slmum" rangri (a eigin mati, finnur ekkert ea nothft efni).
  Smellir milli vefja til a finna upplsingar/efni (t.d. t fr tenglasu).
  Smellir innan vefs til a finna upplsingar/efni eim vef.
  Hermir eftir nsta flaga/manni til a nlgast efni/upplsingar.
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr asto (sem kemur a e-u gagni).
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr ekki asto (ea asto kemur a engu gagni).
  Ntir mguleika vafra/vefskoara- opnunarsu (smellir t fr henni)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - felliglugga (me adressum/URL) (velur aan fyrri sur)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - bkamerki (favorites/bookmarks)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - yfirlit yfir fyrri heimsknir ann dag/viku(r)... (history)
  Notar arar aferir til a finna efni vefnum/vera ls umhverfi - hvaa:  

Smvital

Notkun Nets utan skla Notkun Nets skla
Ég fer slatta mikið inn á msn, svo fer ég stundum í leiki. Ég skoða líka oft allskonar dót og googla því þá bara. Það kemur líka fyrir að við þurfum að vinna verkefni heima fyrir skólann, þá þurfum við stundum að nota netið. Í tölvutímum. Svo þurfum við stundum að googla upplýsingar ef við erum að vinna einhver verkefni t.d. um lundann, við vorum að því um daginn.
tlaur tmi sem fer Netnotkun innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  4
ea nnar tilteki: um   stundir viku
Notkun annarrar tkni og mila utan skla Notkun annarrar tkni og mila skla
Ég horfi aldrei á sjónvarp á daginn, en stundum á kvöldin. Ég á play station tölvu sem ég nota aldrei. Svo á ég mp3 spilara sem ég er ótrúlega oft með. Ég er líka oft með símann minn á mér en ég hringi mjög sjaldan úr honum. Við notum náttúrlega tölvurnar til af finna upplýsingar, svo erum við líka stundum að gera æfingar í tölvunum og fáum þá að vita strax hvort að við séum að gera rétt. Stundum horfum við líka á sjónvarp t.d ef við erum að læra um staði eða svoleiðis, þá er þetta svona fræðsluspólur. Síðast horfðum við á mynd um Færeyjar.
tlaur tmi sem fer ara tkninotkun  innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  3
ea nnar tilteki: um   stundir viku

Heldur ti/ea tt r eigin heimasu?  1  (1=Nei; 2= J, bloggsu(m); 3= J, ekki bloggsu(m)
Ef j, hvernig notar hana, er eitthva srstakt (t.d. ema ea emu) sem leggur herslu (s.s. upplsingar tengslum vi ig og n hugaml).., hversu miki notar suna..., og hversu lengi hefur veri me hana? 

Nei ég var með en nennti því ekki lengur, það var alltaf eitthvað vesen.En við í bekknum okkar erum með eigin heimasíðu. Kennarinn okkar sér samt yfirleitt um að setja eitthvað inn á hana.

Fylgist me bloggsum annarra? 3 (1= Nei; 2= J, eins ea rfrra (1-4); 3= J, margra (5 ea fleiri))

Spjallar Netinu? 3 (1= Nei ekkert; 2=J, stku sinnum; 3= J, mjg oft (daglega ea v sem nst))
Ef j, hvaa spjallforrit (eitt ea fleiri notar s.s. MSN, Skype,...)?  
msn
Ef j, hva eru margir sem tt reglulegum samskipum vi? 5 ( 1=1-5; 2= 6-10; 3=11-15; 4= 16-20; 5=Fleiri en 20).
Ef j, hverjir eru a helst?  (vinir, fjlskylda/frndflk, ath.ekki nafngreina)

Það eru aðallega krakkarnir í bænum en ég á líka vini sem búa annarsstaðar. Svo á pabbi minn heima í Rvk og ég hitti hann og fjölskylduna hans oft á msn. Mér finnst það mjög þægilegt að vera í sambandi við þau.

ekkir Wikivefi (s.s. wikipedia, wikimedia,..) 1 (1= Nei; 2= J, g hef stt upplsingar Wiki; 3= J og g hef sjlf(ur) sett inn efni Wikivef.)

ttu netsamskiptum vi kvena hpa sem hefur ekki samskipti vi nema Netinu s.s. (leikja-/tmstunda-/hugahpa) um eitthva kvei (s.s.  tnlist, rttir, netleiki, forritun ..)?
1 (1=Nei; J, stundum; 3= J, oft)

Ef j, hvernig hpar - hvernig samskipti - lrir eitthva af rum/grir og/ea fr hjlp/hjlpar...

 

Er eitthva sem er gott vi a nota Neti - ef j hva finnst r best (helstu kostir)?

Mér finnst gott að nota netið ef mig vantar einhverjar upplýsingar, þá googla ég oftast.

Er eitthva sem er slmt vi a nota neti-ef j - hva helst (helstu vandaml)?

Það er búið að tala við okkur krakkana og segja okkur að vera ekki á spjallinu og tala við einhverja ókunnuga. Þar geta kannski verið einhverjir ógeðslegir karlar.