Lsing send inn: 8.4.2008 11:39:57
Nr. lsingar:
 545, Tmi sem athugun nr yfir:  23 mn.
Kyn: Kk., aldur: 11  (Aldursbil: 3. 10-12)

Staur: Heimili  Staur ef annar en heimili:  
Vistaddir: Einn vinur drengsins, en hann stoppaði stutt.
Astur: Framkvæmdin átti sér stað á heimili drengsins, sem gefur örugglega skýra mynd af almennri tölvunotkun hans, því þar var hann í sínu vanalega umhverfi og með sinn eigin búnað. Gæti samt haft einhver áhrif þegar börn vita að verið er að fylgjast með þeim.

Forritaflokkur: N-leik Forrit: firefox, Fjldi forrita: 1
Fjldi vefja:2  Fjldi vefsna:2
Vefir:
http://www.y8.com/ http://www.youtube.com/

Lsing Kar - sj lsingar hr
 Ég hef ákveðið að kalla drenginn Hannes. Áður en athugunin var framkvæmd ræddi ég við Hannes og foreldra hans um hvers eðlis þessi athugun væri og fékk þeirra samþykki. Framkvæmdin átti sér stað á heimili drengsins, sem gefur örugglega skýra mynd af almennri tölvunotkun hans, því þar var hann í sínu vanalega umhverfi og með sinn eigin búnað. Ég hafði stoppað nokkra stund á heimili drengsins áður en við hófumst handa. Sagði honum að láta mig vita þegar hann væri tilbúinn. Innan skamms kallaði hann og sagðist vera á leið í tölvuna. Þá færði ég mig til Hannesar sem hafði komið sér fyrir á nokkuð góðum skrifstofustól í vinnuherbergi fjölskyldunnar, fyrir framan tölvuskjáinn sem stóð á tölvuborði í einu horni herbergisins. Fætur hans voru ýmist dinglandi eða tábergi tillt létt á fætur stólsins. Ég byrja að spjalla við Hannes og reyni að gera andrúmsloftið eins þægilegt og hægt er, segi honum bara að gera það sem hann sé vanur og láta mig ekki trufla. Hann byrjar á því að fara inn á netið í gegnum firefox. Þar slær hann inn slóðina http://www.y8.com/ sem er leikjasíða. Slóðina var hann alveg með á hreinu og sló hana því beint inn. Inn á síðunni valdi hann sér leik sem gekk út á að láta ekki skjóta sig. Engu að síður var Hannes mjög rólegur og virtist ekki stressast upp og sýndi lítil svipbrigði. Til að stjórna leiknum notaði hann tvo fingur vinsti handar. Músina hreyfði hann alltaf með hægri hendi. Í miðjum leiknum setti hann á pásu og skaut leiknum niður á skjáinn. Hann fór í gluggan og byrjaði að skrifa, en gekk eitthvað brösulega. Var greinilega ekki viss á slóðinni, svo var hann líka hálf klaufskur á lyklaborðið, nokkuð ljóst að hann kunni ekki rétta fingrasetningu. Hann gafst ekki upp og komst að lokum inn á þá síðu er hann ætlaði sér. Slóðin var http://www.youtube.com/ sem er tónlistarsíða, þar valdi hann sér ákveðið lag og fór svo strax aftur til baka og hélt áfram í leiknum. Hann ýtti fljótt aftur á pásu og fór að vesenast í hátalaranum, þegar hann var sáttur við hljóðið hóf hann leikinn á ný og spilaði hann í heillangan tíma. Með tónlistinni virtist færast enn meiri ró yfir drenginn, hann fór að söngla með og lét sig síga niður í stólinn,og hafði augljósa ánægju af því sem hann var að gera.Talaði upphátt og sagði "yes það var laglegt",en virtist engu að síður vera alveg rólegur. Á því augnabliki kom vinur hans inn og heilsaði upp á hann og spurði í hvaða leik hann væri. Hannes svaraði því í rólegheitum og sagði vininum að fara bara upp hann kæmi rétt strax.Drengurinn hélt áfram að spila leikinn og lét ekki truflast þó svo hann talaði bæði við mig og svo þessi samskipti við vininn. Þessi litlu samskipti við vininn voru hans einu samskipti fyrir utan mig, því ekki átti hann í neinum netsamskiptum. Samskipti hans við mig við meðan á athugun stóð voru heilmikil. Málin þróuðust þannig að hann byrjaði að spjalla og segja mér frá hlutum, ég notaði því tækifærið og falaðist eftir svörum við þeim spurningum er okkur var uppálagt að spyrja. Þegar ég hafði fylgst með Hannesi í tuttugu mínútur fór ég yfir það við hvaða spurningum mig vantaði svör, þeim hafði þá og þegar að mestu verið svarað. Opinn ki:  
Einbeiting: 4
Samskipti: 4
Netsamskipti: 1
Reynsla: 0
Vihorf: +
Nm-ekk: Þekking
Nm-frni:  
Nm-vihorf:  
Nm-anna:  

tskringar opinni kun:
 
tskringar kun fyrir einbeitni:
Drengurinn hélt áfram að spila leikinn og lét ekki truflast þó svo hann talaði bæði við mig og svo þessi samskipti við vininn. Virtist njóta þess er hann var að gera og var mjög yfirvegaður.
tskringar kun fyrir samskiptum:
Á því augnabliki kom vinur hans inn og heilsaði upp á hann og spurði í hvaða leik hann væri. Hannes svaraði því í rólegheitum og sagði vininum að fara bara upp hann kæmi rétt strax. Samskipti hans við mig við meðan á athugun stóð voru heilmikil. Málin þróuðust þannig að hann byrjaði að spjalla og segja mér frá hlutum, ég notaði því tækifærið og falaðist eftir svörum við þeim spurningum er okkur var uppálagt að spyrja
tskringar kun fyrir netsamskiptum:
Þessi litlu samskipti við vininn voru hans einu samskipti fyrir utan mig, því ekki átti hann í neinum netsamskiptum.
tskringar kun fyrir reynslu:
Þar slær hann inn slóðina http://www.y8.com/ sem er leikjasíða. Slóðina var hann alveg með á hreinu og sló hana því beint inn. Hann fór í gluggan og byrjaði að skrifa, en gekk eitthvað brösulega. Var greinilega ekki viss á slóðinni, svo var hann líka hálf klaufskur á lyklaborðið, nokkuð ljóst að hann kunni ekki rétta fingrasetningu. Hann gafst ekki upp og komst að lokum inn á þá síðu er hann ætlaði sér.
tskringar kun fyrir vihorfum: 
Með tónlistinni virtist færast enn meiri ró yfir drenginn, hann fór að söngla með og lét sig síga niður í stólinn, hafði augljósa ánægju af því sem hann var að gera. Talaði upphátt og sagði yes það var laglegt,en virtist engu að síður vera alveg rólegur.
tskringar kun fyrir nmi - ekking s a aukast:
 almennri tölvunotkun
tskringar kun fyrir nmi - frni s a aukast:
 
tskringar kun fyrir nmi - vihorf su a breytast:
 
tskringar kun fyrir nmi - af rum toga:
  

Aferir sem vikomandi beitti til a nlgast upplsingar/lra/vera ls umhverfi ef hann var vefnum?

J (=1) Afer
1 Slr inn slir (skv. minni) me rangri.
  Slr inn slir (skv. minni) n rangurs (kemst ekki ann sta sem tla var og/ea fr villumeldingar).
  Notar leitarvlar me "gum"/okkalegum rangri (a eigin mati).
  Notar leitarvlar me "slmum" rangri (a eigin mati, finnur ekkert ea nothft efni).
  Smellir milli vefja til a finna upplsingar/efni (t.d. t fr tenglasu).
  Smellir innan vefs til a finna upplsingar/efni eim vef.
  Hermir eftir nsta flaga/manni til a nlgast efni/upplsingar.
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr asto (sem kemur a e-u gagni).
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr ekki asto (ea asto kemur a engu gagni).
  Ntir mguleika vafra/vefskoara- opnunarsu (smellir t fr henni)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - felliglugga (me adressum/URL) (velur aan fyrri sur)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - bkamerki (favorites/bookmarks)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - yfirlit yfir fyrri heimsknir ann dag/viku(r)... (history)
  Notar arar aferir til a finna efni vefnum/vera ls umhverfi - hvaa:  

Smvital

Notkun Nets utan skla Notkun Nets skla
Ég er bara í leikju og svona, hlusta á tónlist og stundum fer ég líka á msn Við erum sko í tölvutímum einu sinni í viku, þá fáum við sko stundum að fara inn á netið.
tlaur tmi sem fer Netnotkun innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  3
ea nnar tilteki: um   stundir viku
Notkun annarrar tkni og mila utan skla Notkun annarrar tkni og mila skla
Ég á playstation tölvu mér finnst skemmtilegt að fara í hana. Ég horfi líka stundum á sjónvarpið þegar ég kem heim úr skólanum, oftast á cartoon network eða disney cannel. Ég var nefnilega að fá sjónvarp í herbergið mitt. Ég á ekki síma en mig langar ógeðslega mikið í síma. Ég fékk mp3 spilara í afmælisgjöf sem ég nota alltaf á ferðalögum og stundum á kvöldin þegar ég fer að sofa. Við fáum eiginlega aldrei að horfa á sjónvarp í skólanum. Það var að koma nýtt fartölvuver í skólann og kennarinn sagði að þá gætum við farið að nota tölvur miklu meira.
tlaur tmi sem fer ara tkninotkun  innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  4
ea nnar tilteki: um   stundir viku

Heldur ti/ea tt r eigin heimasu?  1  (1=Nei; 2= J, bloggsu(m); 3= J, ekki bloggsu(m)
Ef j, hvernig notar hana, er eitthva srstakt (t.d. ema ea emu) sem leggur herslu (s.s. upplsingar tengslum vi ig og n hugaml).., hversu miki notar suna..., og hversu lengi hefur veri me hana? 

Nei, en veistu að ég átti heimasíðu einu sinni en hún er bara ónýt núna.

Fylgist me bloggsum annarra? 2 (1= Nei; 2= J, eins ea rfrra (1-4); 3= J, margra (5 ea fleiri))

Spjallar Netinu? 2 (1= Nei ekkert; 2=J, stku sinnum; 3= J, mjg oft (daglega ea v sem nst))
Ef j, hvaa spjallforrit (eitt ea fleiri notar s.s. MSN, Skype,...)?  
msn
Ef j, hva eru margir sem tt reglulegum samskipum vi? 2 ( 1=1-5; 2= 6-10; 3=11-15; 4= 16-20; 5=Fleiri en 20).
Ef j, hverjir eru a helst?  (vinir, fjlskylda/frndflk, ath.ekki nafngreina)

Sko ég tala oft við nokkra krakka úr bekknum mínum, svo á líka frænku í Rvk sem ég tala stundum við.

ekkir Wikivefi (s.s. wikipedia, wikimedia,..) 1 (1= Nei; 2= J, g hef stt upplsingar Wiki; 3= J og g hef sjlf(ur) sett inn efni Wikivef.)

ttu netsamskiptum vi kvena hpa sem hefur ekki samskipti vi nema Netinu s.s. (leikja-/tmstunda-/hugahpa) um eitthva kvei (s.s.  tnlist, rttir, netleiki, forritun ..)?
1 (1=Nei; J, stundum; 3= J, oft)

Ef j, hvernig hpar - hvernig samskipti - lrir eitthva af rum/grir og/ea fr hjlp/hjlpar...

 

Er eitthva sem er gott vi a nota Neti - ef j hva finnst r best (helstu kostir)?

Ég er sko með skjal í tölvunni minni sem ég er oft að setja myndir á og svoleiðis. Þess vegna finnst mér svo gott að geta farið á netið og fundið myndir.

Er eitthva sem er slmt vi a nota neti-ef j - hva helst (helstu vandaml)?

Sumir krakkar segja að aðrir séu leiðinlegir við þá inn á netinu, en það hefur engin verið leiðinlegur við mig.