Lsing send inn: 26.3.2008 21:49:48
Nr. lsingar:
 514, Tmi sem athugun nr yfir:  20 mn.
Kyn: Kvk., aldur: 17  (Aldursbil: 5. 16-19)

Staur: Heimili  Staur ef annar en heimili:  
Vistaddir:  
Astur: Ég fékk að fylgjast með frænku minni sem er nýorðin 17 ára meðan hún var á netinu. Ég fylgdist með henni á heimili hennar, inní hennar eigin herbergi. Hún var með fartölvuna sína tengda þráðlausu neti. Hún situr á svefnsófanum í herberginu sínu, ég sit við hlið hennar þannig að ég sé vel á skjáinn. Hún situr með fætur uppí sófanum, er hálfpartinn á hlið og er með tölvuna í kjöltunni.

Forritaflokkur: N-samsk Forrit: Safari, Fjldi forrita: 2
Fjldi vefja:5  Fjldi vefsna:30
Vefir:
www.mbl.is www.mh.is www.nfmh.is www.hotmail.com www.facebook.com

Lsing Kar - sj lsingar hr
 Hún opnar tölvuna sem er eldsnögg að komast í gang, enda nýleg apple fartölva. Hún opnar vefskoðarann Safari sem opnar mbl.is sem er upphafsíðan. Sjálf er hún mjög yfirveguð og róleg, greinilega ekkert að flýta sér og er kannski ekki að fara að gera neitt mjög merkilegt. Hún rennir hratt í gegnum mbl.is, skoðar bara forsíðuna þar sem helstu fréttir koma fram. Hún les eflaust ekkert á skjánum því hún skrollar mjög hratt niður. Hún staldrar aðeins við stjörnuspána og brosir útí annað. Því næst smellir hún með músinni efst á síðuna og skrifar www.mh.is hún notar ekki “rétta” fingrasetningu heldur þarf hún að horfa stíft á lyklaborðið á meðan hún slær á það. Hún rennir músinni yfir linka á vinstri kanti og ýtir á linkinn Námsnetið. Þar opnast nýr gluggi og hún fyllir inn notendanafn og lykilorð. Hún rennir hratt í gegn, kíkir á nokkra áfanga en virðist annars hugar og staldrar stutt við. Opnar nýjan glugga og slær inn www.nfmh.is velur þar linkinn Myndir og skoðar myndir frá skólaballi, flissar og brosir breitt á meðan. Hún hættir skyndilega að fletta myndunum og skráir sig inná msn. Um leið og hún er skráð inn sér hún að hún hefur fengið tölvupóst sem hún kíkir á með því að smella á tákn efst í msn-glugganum. Hún eyðir tölvupóstinum strax, hristir hausinn og segir ,,alveg óþolandi, ég fæ alltaf ruslpóst á hotmail”. Hún lokar hotmail-glugganum og rennir næst yfir þá sem eru skráðir inn á msn. Fer svo aftur inná myndasíðuna og heldur áfram að skoða myndir. Hún eyðir dágóðum tíma í að skoða myndirnar og virðist njóta þess að sjá félaga sína og sjálfa sig í sparifötunum að skemmta sér. Eftir að hafa skoðað allar myndirnar frá ballinu vandlega og sumar nokkrum sinnum þá skrifar hún efst í reitinn www.facebook.com og skráir sig síðan inn. Hún skoðar síðuna sína og því næst skoðar hún ýmsar aðrar síður, hún fer hratt á milli og kann greinilega mjög vel á þessa síðu. Hún eyðir mesta tímanum á facebook.com og skoðar síður margra og sumar mjög lengi, hún skoðar þá líka myndir og skrifar skilaboð til vina og skrifar athugasemdir við myndir. Opinn ki:  
Einbeiting: 1
Samskipti: 2
Netsamskipti: 3
Reynsla: +
Vihorf: +
Nm-ekk:  
Nm-frni:  
Nm-vihorf: Viðhorf
Nm-anna:  

tskringar opinni kun:
 
tskringar kun fyrir einbeitni:
Hún rennir hratt í gegn, kíkir á nokkra áfanga en virðist annars hugar og staldrar stutt við. Hún hættir skyndilega að fletta myndunum og skráir sig inná msn.
tskringar kun fyrir samskiptum:
Hún eyðir tölvupóstinum strax, hristir hausinn og segir ,,alveg óþolandi, ég fæ alltaf ruslpóst á hotmail”.
tskringar kun fyrir netsamskiptum:
Hún eyðir mesta tímanum á facebook.com og skoðar síður margra og sumar mjög lengi, hún skoðar þá líka myndir og skrifar skilaboð til vina og skrifar athugasemdir við myndir
tskringar kun fyrir reynslu:
Um leið og hún er skráð inn sér hún að hún hefur fengið tölvupóst sem hún kíkir á með því að smella á tákn efst í msn-glugganum. www.facebook.com og skráir sig síðan inn. Hún skoðar síðuna sína og því næst skoðar hún ýmsar aðrar síður, hún fer hratt á milli og kann greinilega mjög vel á þessa síðu.
tskringar kun fyrir vihorfum: 
Opnar nýjan glugga og slær inn www.nfmh.is velur þar linkinn Myndir og skoðar myndir frá skólaballi, flissar og brosir breitt á meðan. Hún eyðir dágóðum tíma í að skoða myndirnar og virðist njóta þess að sjá félaga sína og sjálfa sig í sparifötunum að skemmta sér.
tskringar kun fyrir nmi - ekking s a aukast:
  
tskringar kun fyrir nmi - frni s a aukast:
 
tskringar kun fyrir nmi - vihorf su a breytast:
hún er menntaskólanemi sem eyðir tímanum í að fylgjast með jafnöldrum á netinu. Hún les hvað aðrir unglingar gera og getur í gegnum netið fylgst með áhugamálum annara og séð hvernig þeir eyða helst frístundum.
tskringar kun fyrir nmi - af rum toga:
  

Aferir sem vikomandi beitti til a nlgast upplsingar/lra/vera ls umhverfi ef hann var vefnum?

J (=1) Afer
1 Slr inn slir (skv. minni) me rangri.
  Slr inn slir (skv. minni) n rangurs (kemst ekki ann sta sem tla var og/ea fr villumeldingar).
  Notar leitarvlar me "gum"/okkalegum rangri (a eigin mati).
  Notar leitarvlar me "slmum" rangri (a eigin mati, finnur ekkert ea nothft efni).
  Smellir milli vefja til a finna upplsingar/efni (t.d. t fr tenglasu).
1 Smellir innan vefs til a finna upplsingar/efni eim vef.
  Hermir eftir nsta flaga/manni til a nlgast efni/upplsingar.
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr asto (sem kemur a e-u gagni).
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr ekki asto (ea asto kemur a engu gagni).
  Ntir mguleika vafra/vefskoara- opnunarsu (smellir t fr henni)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - felliglugga (me adressum/URL) (velur aan fyrri sur)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - bkamerki (favorites/bookmarks)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - yfirlit yfir fyrri heimsknir ann dag/viku(r)... (history)
  Notar arar aferir til a finna efni vefnum/vera ls umhverfi - hvaa:  

Smvital

Notkun Nets utan skla Notkun Nets skla
Ég fer oft á netið, alltaf á hverjum degi. Ég les blogg og svo tékka ég alltaf á mailinu mínu. Svo er ég föst á facebook og er með svoleiðis síðu, ég var með myspace en allar stelpurnar hættu þar svo ég gerði það bara líka. Það er líka nauðsynlegt að fylgjast með síðu nemendafélags MH, það er mikilvægt að vita hvað er að gerast í félagslífinu og þannig. Bara, til að vinna verkefni og svona. Svo eru einhverjir svona sérstakir vefir sem kennararnir segja okkur að skoða. Ég nota netið rosalega mikið fyrir skólann.
tlaur tmi sem fer Netnotkun innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  5
ea nnar tilteki: um 14 stundir viku
Notkun annarrar tkni og mila utan skla Notkun annarrar tkni og mila skla
Ég sendi ótrúlega mörg sms! Ég spila aldrei tölvuleiki, kann ekkert í svoleiðis. En ég horfi á sjónvarp á hverjum degi, örugglega alltof mikið... Svo er ég eiginlega alltaf á msn. Ja, bara aðallega google.com held ég.
tlaur tmi sem fer ara tkninotkun  innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  4
ea nnar tilteki: um   stundir viku

Heldur ti/ea tt r eigin heimasu?  3  (1=Nei; 2= J, bloggsu(m); 3= J, ekki bloggsu(m)
Ef j, hvernig notar hana, er eitthva srstakt (t.d. ema ea emu) sem leggur herslu (s.s. upplsingar tengslum vi ig og n hugaml).., hversu miki notar suna..., og hversu lengi hefur veri me hana? 

Ég er með svona facebook síðu. Ég set bara inn upplýsingar um mig og svo á maður fullt af vinum sem eru líka með facebook og þá eru allir tengdir saman. Svo er hægt að setja inn myndir og þannig, þetta er geðveikt sniðugt sko, en ég er líka of oft á facebook.

Fylgist me bloggsum annarra? 3 (1= Nei; 2= J, eins ea rfrra (1-4); 3= J, margra (5 ea fleiri))

Spjallar Netinu? 3 (1= Nei ekkert; 2=J, stku sinnum; 3= J, mjg oft (daglega ea v sem nst))
Ef j, hvaa spjallforrit (eitt ea fleiri notar s.s. MSN, Skype,...)?  
msn
Ef j, hva eru margir sem tt reglulegum samskipum vi? 5 ( 1=1-5; 2= 6-10; 3=11-15; 4= 16-20; 5=Fleiri en 20).
Ef j, hverjir eru a helst?  (vinir, fjlskylda/frndflk, ath.ekki nafngreina)

Ég er örugglega með 100 manns inná msn en ég tala ekkert endilega við alla. Ég tala mest bara við vinkonur mínar og vini, líka stundum við einhvern úr fjölskyldunni.

ekkir Wikivefi (s.s. wikipedia, wikimedia,..) 2 (1= Nei; 2= J, g hef stt upplsingar Wiki; 3= J og g hef sjlf(ur) sett inn efni Wikivef.)

ttu netsamskiptum vi kvena hpa sem hefur ekki samskipti vi nema Netinu s.s. (leikja-/tmstunda-/hugahpa) um eitthva kvei (s.s.  tnlist, rttir, netleiki, forritun ..)?
2 (1=Nei; J, stundum; 3= J, oft)

Ef j, hvernig hpar - hvernig samskipti - lrir eitthva af rum/grir og/ea fr hjlp/hjlpar...

Suma ,,hitti" ég bara á netinu, t.d. á facebook, þar er fullt af fólki sem ég sendi skilaboð sem ég hringi t.d. aldrei í.

Er eitthva sem er gott vi a nota Neti - ef j hva finnst r best (helstu kostir)?

...bara þægilegt að geta spurt einnar spurningar mjög fljótlega án þess að þurfa að hringja eða hittast. Svo er líka bara þægilegt og skemmtilegt að fylgjast með krökkum sem ég hitti ekki oft, t.d ef einhver flytur í burtu eða eitthvað.

Er eitthva sem er slmt vi a nota neti-ef j - hva helst (helstu vandaml)?

Maður getur eytt alltof miklum tíma í vitleysu þegar maður á að vera að læra!