Lsing send inn: 12.4.2005 01:26:07
Nr. lsingar:
 492, Tmi sem athugun nr yfir:  20 mn.
Kyn: Kk., aldur: 17  (Aldursbil: 5. 16-19)

Staur: Heimili  Staur ef annar en heimili:  
Vistaddir:  
Astur: Athugunin fer fram í herbergi þess sem athugaður er. Þar er skrifborð og á því er fartalva með lausri mús. Fyrir ofan skrifborðið eru nokkrar hillur með bókum og skrautmunum. Fram af einni hillunni hangir hálsmen. Drengurinn situr í skrifborðsstól með örmum og háu baki. Undir stólnum er fimm arma fótur. Við hliðina á skrifborðinu vinstra megin er fataskápur en hægra megin er veggur þannig að skrifborðið er inn í skoti.

Forritaflokkur: N-leik Forrit: Internet Explorer, Fjldi forrita: 2
Fjldi vefja:3  Fjldi vefsna:3
Vefir:
http://www.hugi.is http://www.msn.com http://www.eve-online.com

Lsing Kar - sj lsingar hr
 Drengurinn situr við skrifborðið í herberginu sínu og hann byrjar á að fara á Netið, á hugi.is.Slóðin er inn í favourites hjá honum. Notar músina sem hann hefur í hægri hendi, notar vísifingur. Þar fer hann á bílasíðuna og skoðar þar myndir af bílum. Fer á MSN, skráir sig inn. Notar fingrasetningu á lyklaborðinu þegar hann er að skrifa skilaboð til bróður síns, en horfir þó á lyklaborðið af og til. Fer aftur á hugi.is og les þar stutta stund. Svarar skilaboðum á MSN, notar fingrasetningu. Fer á eve-online,slóð er í favourites, notar hægri hendi á músina, vinstri hendi heldur í rör af sleikjó sem hann nagar. Fer á hugi.is og skoðar nýja síðu þar,korkar, og les textann þar. Nagar rörið og flissar að því sem hann er að lesa. Fer á eve-online og er einbeittur á svipinn þegar hann tekur þátt í leiknum. Virðist hafa ánægju af leiknum. Notar aðallega músina sem er í hægri hendi en stundum þarf hann að nota báðar hendur á lyklaborðið til að skrifa einhver fyrirmæli og skilur þá rörið eftir í munninum. Fætur eru kræktir undir tvo af stólfótunum. Er að bíða eftir að eitthvað gerist í leiknum og á meðan slær hann í hálsmenið, sem hangir fram af hillunni fyrir ofan höfuð hans, með hægri hendi þannig að það sveiflast til og frá og horfir á það. Hættir því og nagar rörið. Hallar sér að skjánum til að sjá betur hvað þar fer fram og um leið tekur hann rörið úr munninum með vinstri hendi. Blístrar smá stund. Hægri hönd á músinni.Fær skilaboð á MSN og svarar þeim,Notar fingrasetningu. Fer svo í eve-online. Klórar sér í nefinu með hægri hendinni. Blístrar. Vinstri hendi á vinstra læri, hægri hendi á mús. Notar báðar hendur á lyklaborðið til að skrifa texta í leiknum. Svarar skilaboðum á MSN, fingrasetning. Fer í eve-online, nagar rörið, notar báðar hendur á lyklaborðið, rörið verður eftir í munninum. Kíkir á MSN. Fer í eve-online. Andvarpar. Hallar sér aftur í stólnum,horfir einbeittur á skjáinn. Skrifar með báðar hendur á lyklaborðinu. Vinstri hendi heldur í rörið, hægri á mús. Ropar. Blístrar. Heldur áfram í eve-online. Einbeittur á svip í leiknum. Nagar rörið. Svarar skilaboðum á MSN frá bróður sínum, notar fingrasetningu. Athugar hverjir eru inn á MSN. Nagar rörið. Gefur frá sér hljóð “púh tiss,púh tiss”. Klórar sér í höfðinu með vinstri hendinni, leggur hana síðan á vinstra lærið. Nagar rörið. Blístrar. Er á eve-online. Þá verður hann fyrir truflun þegar faðir hans kallar og spyr hvort hann viti um ákveðinn hlut. Fer út úr herberginu og sýnir föðurnum hvar hluturinn er, kemur aftur inn í herbergið og sest við skrifborðið. Heldur áfram í eve-online. Styður vinstri hendi undir kinn, olnbogi á borðinu. Nuddar vinstra augað, styður síðan hendi aftur undir kinn. Fer á hugi.is og rennir yfir blaðsíðuna og stoppar þegar hann sér eitthvað athyglisvert og les. Fer í eve-online. Réttir úr fótunum undir borðið. Hægri fóturinn hristist,þ.e. lyftir hæl hratt frá gólfi. Fer á MSN og svarar skilaboðum, notar fingrasetningu. Styður vinstri hendi undir kinn, olnbogi á borðinu. Fætur undir borðinu og hægri fótur lagður yfir vinstri fót um ökkla. Er á eve-online. Klórar sér í nefinu með vinstri hendi. Fer á MSN, les skilaboðin og hlær að þeim, svarar, notar fingrasetningu. Styður vinstri hendi undir kinn, olnbogi á borðinu. Hægri hendi á mús. Fer á eve-online. Andvarpar. Tyggur tyggjó. Fer á MSN og svarar skilaboðum, notar fingrasetningu. Fer á hugi.is og les á síðunni. Skoðar síðan síðuna fyrir bíla. Fer á MSN og les skilaboðin, hlær. Tyggur. Fer á hugi.is. Mús í hægri hendi. Rennir yfir síðuna, stoppar þar sem eitthvað áhugavert er og les. Rennir aðeins lengra niður síðuna, stoppar, les. Andvarpar. Kíkir á MSN. Fer í eve-online. Athugun lokið. Opinn ki:  
Einbeiting: 5
Samskipti: 2
Netsamskipti: 5
Reynsla: +
Vihorf: +
Nm-ekk: Þekking
Nm-frni: Færni
Nm-vihorf:  
Nm-anna:  

tskringar opinni kun:
 
tskringar kun fyrir einbeitni:
horfir einbeittur á skjáinn. Hallar sér að skjánum til að sjá betur hvað þar fer fram..
tskringar kun fyrir samskiptum:
Þá verður hann fyrir truflun þegar faðir hans kallar og spyr hvort hann viti um ákveðinn hlut.
tskringar kun fyrir netsamskiptum:
Fer á MSN og svarar skilaboðum
tskringar kun fyrir reynslu:
Slóðin er inn í favourites hjá honum. Skiptir hratt og örugglega á milli forrita
tskringar kun fyrir vihorfum: 
Blístrar. Gefur frá sér hljóð “púh tiss,púh tiss”. Virðist hafa ánægju af leiknum.
tskringar kun fyrir nmi - ekking s a aukast:
 bílum
tskringar kun fyrir nmi - frni s a aukast:
færni í leiknum
tskringar kun fyrir nmi - vihorf su a breytast:
 
tskringar kun fyrir nmi - af rum toga:
  

Aferir sem vikomandi beitti til a nlgast upplsingar/lra/vera ls umhverfi ef hann var vefnum?

J (=1) Afer
  Slr inn slir (skv. minni) me rangri.
  Slr inn slir (skv. minni) n rangurs (kemst ekki ann sta sem tla var og/ea fr villumeldingar).
1 Notar leitarvlar me "gum"/okkalegum rangri (a eigin mati).
  Notar leitarvlar me "slmum" rangri (a eigin mati, finnur ekkert ea nothft efni).
  Smellir milli vefja til a finna upplsingar/efni (t.d. t fr tenglasu).
1 Smellir innan vefs til a finna upplsingar/efni eim vef.
  Hermir eftir nsta flaga/manni til a nlgast efni/upplsingar.
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr asto (sem kemur a e-u gagni).
  Biur um leibeiningar fr flaga/flgum og fr ekki asto (ea asto kemur a engu gagni).
  Ntir mguleika vafra/vefskoara- opnunarsu (smellir t fr henni)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - felliglugga (me adressum/URL) (velur aan fyrri sur)
1 Ntir mguleika vafra/vefskoara - bkamerki (favorites/bookmarks)
  Ntir mguleika vafra/vefskoara - yfirlit yfir fyrri heimsknir ann dag/viku(r)... (history)
  Notar arar aferir til a finna efni vefnum/vera ls umhverfi - hvaa:  

Smvital

Notkun Nets utan skla Notkun Nets skla
Bara að fara á heimasíður og spila tölvuleiki. Líka bara að tala við einhverja á MSN. Það er að gá hvað ég á að læra og svo er að fara á MSN. Einstaka sinnum að fara bara eitthvað að leika sér. Svo bara sem aðstoð við að leysa verkefni.
tlaur tmi sem fer Netnotkun innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  5
ea nnar tilteki: um 35 stundir viku
Notkun annarrar tkni og mila utan skla Notkun annarrar tkni og mila skla
tölvur/forrit: Nú til að spila tölvuleiki. Svo er að læra ef maður þarf þess. tölvuspil: Nei, hef ekki gert það. sjón-/hljóðvarp: Horfi á sjónvarpið ef það er eitthvað skemmtilegt og hlusta á útvarpið ef það er eitthvað athugavert í því. spilara: Nei. farsíma: Ég nota hann nú voða lítið. Ég er sko svo sparsamur að ég tími ekki að eyða inneigninni. Þess vegna hringi ég lítið og sendi lítið sms. Svo bara þegar ég nota hann þá er það bara aðallega til að hringja heim eða eitthvað svoleiðis. tölvur/forrit: Þá nota ég tölvuna sko til að læra og hérna og bara að ná í eitthvað sem gagnast mér í náminu. Tölvuspil: Nota þau ekki sjón-/hljóðvarp: Það er ekkert sjónvarp en hlusta á útvarpið í matsalnum í skólanum. Spilara: Nota bara tónspilarann sem er í tölvunni ef ég ætla að spila einhverja tónlist. Farsíma: Nota hann ekki nema ég þurfi nauðsynlega að hringja.
tlaur tmi sem fer ara tkninotkun  innan ea utan skla (1-Enga; 2-Minna en 2; 3 - 2-5;  4- 6-9; 5 -10 ea meira):  4
ea nnar tilteki: um   stundir viku

Heldur ti/ea tt r eigin heimasu?  3  (1=Nei; 2= J, bloggsu(m); 3= J, ekki bloggsu(m)
Ef j, hvernig notar hana, er eitthva srstakt (t.d. ema ea emu) sem leggur herslu (s.s. upplsingar tengslum vi ig og n hugaml).., hversu miki notar suna..., og hversu lengi hefur veri me hana? 

Já á eigin heimasíðu vegna skólans. Bara til að setja verkefni á og svona. Byrjaði með síðuna í september. Hef ekkert bætt inn á hana síðan á áramótum af því þá var hætt að setja inn á hana í skólanum því þá hætti ég í þessum áfanga sem þurfti að nota hana

Fylgist me bloggsum annarra? 3 (1= Nei; 2= J, eins ea rfrra (1-4); 3= J, margra (5 ea fleiri))

Spjallar Netinu? 3 (1= Nei ekkert; 2=J, stku sinnum; 3= J, mjg oft (daglega ea v sem nst))
Ef j, hvaa spjallforrit (eitt ea fleiri notar s.s. MSN, Skype,...)?  
MSN
Ef j, hva eru margir sem tt reglulegum samskipum vi? 2 ( 1=1-5; 2= 6-10; 3=11-15; 4= 16-20; 5=Fleiri en 20).
Ef j, hverjir eru a helst?  (vinir, fjlskylda/frndflk, ath.ekki nafngreina)

Helst vinir

ekkir Wikivefi (s.s. wikipedia, wikimedia,..)   (1= Nei; 2= J, g hef stt upplsingar Wiki; 3= J og g hef sjlf(ur) sett inn efni Wikivef.)

ttu netsamskiptum vi kvena hpa sem hefur ekki samskipti vi nema Netinu s.s. (leikja-/tmstunda-/hugahpa) um eitthva kvei (s.s.  tnlist, rttir, netleiki, forritun ..)?
2 (1=Nei; J, stundum; 3= J, oft)

Ef j, hvernig hpar - hvernig samskipti - lrir eitthva af rum/grir og/ea fr hjlp/hjlpar...

Við erum bara saman svona lið, vinnum saman í eve-online. Við náttúrlega hjálpum hver öðrum og bara gefum hvor öðrum góð ráð.

Er eitthva sem er gott vi a nota Neti - ef j hva finnst r best (helstu kostir)?

Já. Það er náttúrulega miklu auðveldara að tala við aðra, miklu einfaldara. Það er miklu auðveldara að verða sér úti um allskonar tónlist, myndbönd, bíómyndir og allt svoleiðis.

Er eitthva sem er slmt vi a nota neti-ef j - hva helst (helstu vandaml)?

Já. Það er þarna náttúrulega alveg hellingur af vírusum sem geta verið hættulegir fyrir tölvuna. Svo geta þessar spjallrásir verið hættulegar út af þessum barnaníðingum sem þykjast vera þetta gamlir og reyna að tæla börn til sín.